„Þetta eru molar sem eru hagfelldir Vinstri grænum. Þetta eru ekki molar sem ég tel að sé samstaða um í ríkisstjórnarflokkunum. Það er þegar komið í ljós því forsætisráðherra tjáði sig með þeim hætti á fundinum hjá okkur að honum hugnaðist það …
Spurt og svarað Heiðrún Lind Marteinsdóttir var gestur Spursmála þennan föstudaginn.
Spurt og svarað Heiðrún Lind Marteinsdóttir var gestur Spursmála þennan föstudaginn. — Morgunblaðið/María Matthíasdóttir

Spursmál

Stefán E. Stefánsson

ses@mbl.is

„Þetta eru molar sem eru hagfelldir Vinstri grænum. Þetta eru ekki molar sem ég tel að sé samstaða um í ríkisstjórnarflokkunum. Það er þegar komið í ljós því forsætisráðherra tjáði sig með þeim hætti á fundinum hjá okkur að honum hugnaðist það ekki eða honum fyndist þetta sérkennileg tillaga til hækkunar á gjaldtöku í sjávarútvegi.“

Þetta segir Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, þegar hún er innt eftir því hvort hún telji líkur á að frumvarp matvælaráðherra um breytingar á gjaldtöku í sjávarútvegi nái fram að ganga.

Vilji ráðherrans ráði för

Heiðrún Lind er gestur Spursmála að þessu sinni.

...