Lenska er af land, sbr. Ís-lenska og út-lenska, og merkir landsvenja, siður, tíska. „Það er að verða lenska hér að hver teljist sekur þar til saklaus reynist“ hugsar maður stundum yfir miðlum, bæði fjöl- og samfélags-

Lenska er af land, sbr. Ís-lenska og út-lenska, og merkir landsvenja, siður, tíska. „Það er að verða lenska hér að hver teljist sekur þar til saklaus reynist“ hugsar maður stundum yfir miðlum, bæði fjöl- og samfélags-. „[Þ]að er lenska víða í sveitum að tala illa um presta“ er dæmi í Stóru orðabókinni um íslenska málnotkun.