Tímabundið landamæraeftirlit verður tekið upp á öllum landamærastöðvum Þýskalands næstkomandi mánudag, 16. september. Er með þessu gerð tilraun til að koma í veg fyrir ólögmætar ferðir fólks yfir landamærin
Nancy Faeser
Nancy Faeser

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Tímabundið landamæraeftirlit verður tekið upp á öllum landamærastöðvum Þýskalands næstkomandi mánudag, 16. september. Er með þessu gerð tilraun til að koma í veg fyrir ólögmætar ferðir fólks yfir landamærin.

Þýskir miðlar hafa sumir tengt þessa ákvörðun stjórnvalda við hnífaárás sem gerð var í þýsku borginni Solingen. Þar réðst sýrlenskur hælisleitandi á hóp fólks með þeim afleiðingum að þrír létu lífið. Ástæða árásarinnar er sögð

...