Nú er haustið farið að minna á sig og Ingólfur Ómar Ármannsson gaukar haustvísu að Vísnahorninu: Sumri hallar bliknar brá blöðin falla af greinum. Klif og hjallar klæðast þá kufli mjallarhreinum. Pétur Stefánsson yrkir „lítið ljóð“: Þegar eitthvað angrar mann, eyðist lífsins gaman

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Nú er haustið farið að minna á sig og Ingólfur Ómar Ármannsson gaukar haustvísu að Vísnahorninu:

Sumri hallar bliknar brá

blöðin falla af greinum.

Klif og hjallar klæðast þá

kufli mjallarhreinum.

Pétur Stefánsson yrkir „lítið ljóð“:

Þegar eitthvað angrar mann,

eyðist lífsins gaman.

Lítið fagurt ljóðið kann

að lina sorg og amann.

Þó hugarangur herji á þjóð

og heyrist mæðustuna,

getur alltaf lítið ljóð

lífið bætt

...