Fleiri Norðmenn vilja skipta EES-samningnum út fyrir víðtækan fríverzlunarsamning en þeir sem vilja halda í aðildina að honum.
Hjörtur J. Guðmundsson
Hjörtur J. Guðmundsson

Hjörtur J. Guðmundsson

Tæplega tvöfalt fleiri eru andvígir því að Noregur gangi í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar fyrirtækisins Opinion fyrir vefsetrið Altinget sem birtar voru um miðjan ágúst eða 56% á móti 30%. Dregið hefur úr stuðningi við inngöngu samkvæmt könnuninni en afgerandi meirihluti hefur verið andvígur henni í öllum könnunum sem birtar hafa verið frá árinu 2005 eða samfellt í yfir 19 ár.

Mjög ólíklegt er að Noregur sæki um inngöngu í Evrópusambandið í kjölfar þingkosninganna á næsta ári. Hægriflokkurinn er hlynntur því líkt og undanfarna áratugi en Erna Solberg formaður flokksins segir forsendu þess vera að meirihluti sé fyrir því á meðal almennings. Til að mynda ríkisstjórn með þingmeirihluta að baki sér þarf flokkurinn enn fremur að vinna með flokkum andvígum inngöngu í

...