Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir

Við þurfum stöðugt að huga að því hvernig við búum fyrirtækjunum sem hér eru og þeim sem ekki enn hafa orðið til öfluga innviði þar sem umhverfi þeirra er stöðugt bætt. Það er eitt af okkar helstu verkefnum.

Ný stoð efnahagslífsins er að festa sig í sessi og er farin að skipta miklu máli fyrir lífskjör hérlendis. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðarins jukust á síðasta ári um 21 milljarð króna, eða 15% á milli ára og var þannig eina greinin sem óx umfram verðbólgu á milli ára. Vöxturinn er stöðugur og á fimm árum hafa tekjur hennar tvöfaldast. Greinin hefur tryggt aukinn stöðugleika og skapað fjölmörg verðmæt störf í fjölbreyttu atvinnulífi.

Við getum þó gert betur. Ein forsenda þess að auka samkeppnishæfni okkar og fjölga tækifærum er að hér sé næg orka. Aðgengi að orku gegnir lykilhlutverki í framtíðartækifærum landsins. Umræða um þessar mikilvægu framfarir

...

Höfundur: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir