Viðtal

Ásgeir Ingvarsson

ai@mbl.is

Fjölmiðlar greindu frá því í lok ágúst að Orkuveitan hefði boðið út borun á allt að 35 rannsóknar- og vatnstökuholum en verkefnið er svo umfangsmikið að ráðast þurfti í útboð á öllu EES-svæðinu. Sérfræðingar sem Morgunblaðið hefur rætt við áætla að hver hola kosti á bilinu 1 til 5 milljónir dala og að heildarkostnaður verkefnisins verði sennilega á bilinu 15 til 18 milljarðar króna.

Sævar Freyr Þráinsson forstjóri Orkuveitunnar getur vitaskuld ekki staðfest þessar tölur meðan á útboðinu stendur en hann segir hins vegar mjög ánægjulegt hve góðar viðtökur útboðið hefur fengið. Eru borholuverkefnin af þeirri stærðargráðu að bæði innlendir og erlendir aðilar hafa sýnt áhuga og segir Sævar Freyr að það skapi væntingar um að góð tilboð berist,

...