„Það eru mjög margir að koma í búvísindanámið, sem er á háskólastigi, en færri eru að koma í búfræðina sem er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi og er meira verklegt nám, heldur en var á síðasta ári,“ segir Ragnheiður I
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir
Ragnheiður Inga Þórarinsdóttir

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Það eru mjög margir að koma í búvísindanámið, sem er á háskólastigi, en færri eru að koma í búfræðina sem er starfsmenntanám á framhaldsskólastigi og er meira verklegt nám, heldur en var á síðasta ári,“ segir Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri.

Aðeins 20 nemendur sóttu um búfræðina í ár á móts við tæplega 60 í fyrra. Nemendur í búfræði þurfa að vera orðnir 18 ára.

„Við höfum ekki farið í mikla greiningu, en í fyrra var nemendahópurinn í búfræði mjög stór og þar munaði um að við buðum upp á fjarnám fyrir starfandi bændur með staðarlotum. Þar komu inn um 30 nemendur í þann fjarnámsbekk, en hægt er að ljúka náminu á fjórum árum í stað

...