Lögregla Dyraverðir voru handteknir fyrir líkamsárás um helgina.
Lögregla Dyraverðir voru handteknir fyrir líkamsárás um helgina. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Maður var fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Landspítalann eftir að hann féll ofan í gil við Hundafoss í Skaftafelli. Maðurinn var ekki talinn alvarlega slasaður en ekki fengust frekari upplýsingar um líðan hans í gærkvöldi.

Svo virðist sem þyrla Gæslunnar hafi verið á flugi skammt frá slysstaðnum þegar hjálparbeiðnin barst og var hún því komin tiltölulega snemma á vettvang. Björgunarsveitirnar Kári í Öræfum og Kyndill á Kirkjubæjarklaustri tóku einnig þátt í aðgerðunum.

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu sótti slasaðan einstakling á Helgafell rétt eftir hádegi í gær. Viðkomandi var fluttur á sjúkrahús til skoðunar. Sjúkrabíll og tvö fjórhjól voru notuð til að sækja einstaklinginn.

Lögregla hafði í mörg horn að líta um helgina og í dagbók lögreglu kom fram að aðfaranótt sunnudags voru dyraverðir

...