Andrés Magnússon

andres@mbl.is

Evrópska efnahagssvæðið og stofnanir þess standa sterk nú þegar samstarf þriggja EFTA-ríkja og Evrópusambandsins hefur varað í 30 ár, hvað sem öllum hrakspám leið. Það felur hins vegar í sér ýmsa veikleika og þar er ægivald Norðmanna – stóru þjóðarinnar í EFTA-stoð EES – helstur.

Þetta kom fram í erindi dr. Carls Baudenbachers, fyrrverandi dómforseta EFTA-dómstólsins, sem hann flutti á fundi Lögfræðingafélags Íslands á dögunum, en þar sagði hann EES heilsast vel þrátt fyrir alla dauðadóma!

Óhætt er að nefna dr. Baudenbacher Íslandsvin, en hann hefur komið margsinnis til landsins og á hér marga vini, ekki síst eftir að hann var gistiprófessor við Háskóla Íslands 2009 til 2011. Hann hefur jafnframt verið íslenskum

...