Staðfest var að minnst átta hefðu farist í ríkjum Mið-Evrópu um helgina í kjölfar einhverra verstu flóða sem skekið hafa heimshlutann undanfarin ár. Þá var allavega fimm manns saknað í gær. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar…
Rúmenía Íbúar aðstoða hér eldri hjón við að yfirgefa heimili sitt í þorpinu Slobozia Conachi á laugardaginn.
Rúmenía Íbúar aðstoða hér eldri hjón við að yfirgefa heimili sitt í þorpinu Slobozia Conachi á laugardaginn. — AFP/Daniel Mihailescu

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Staðfest var að minnst átta hefðu farist í ríkjum Mið-Evrópu um helgina í kjölfar einhverra verstu flóða sem skekið hafa heimshlutann undanfarin ár. Þá var allavega fimm manns saknað í gær.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti í gær yfir samhug sínum með öllum þeim sem hefðu orðið fyrir flóðunum í Austurríki, Tékklandi, Ungverjalandi, Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu, og sagði hún jafnframt að ESB væri reiðubúið til þess að veita fólki sem hefði orðið illa úti aðstoð sína.

Klaus Ioannis Rúmeníuforseti sagði í gær að flóðin væru enn ein birtingarmynd loftslagsbreytinga, sem nú yrði sífellt oftar vart á meginlandi Evrópu með hrikalegum afleiðingum. Emil Dragomir, bæjarstjóri í þorpinu Slobozia Conachi, sagði

...