Drjúgur Ívar Logi Styrmisson skoraði átta mörk fyrir Fram.
Drjúgur Ívar Logi Styrmisson skoraði átta mörk fyrir Fram. — Ljósmynd/Kristín Hallgrímsdóttir

Fram lenti ekki í vandræðum með nýliða Fjölnis og vann 43:28 þegar liðin áttust við í 2. umferð úrvalsdeildar karla í handknattleik í Úlfarsárdal á laugardag. Fram er í níunda sæti með tvö stig og Fjölnir er á botninum án stiga. Ívar L. Styrmis­son var at­kvæðamest­ur hjá Fram með átta mörk. Reyn­ir Þ. Stef­áns­son, Eiður R. Vals­son, Rún­ar Kára­son og Þor­steinn G. Hjálm­ars­son skoruðu sex mörk hver. Alex M. Oddnýjarson skoraði sjö mörk fyrir Fjölni.