Á opnunartónleikum Múlans þetta haustið kemur fram bassaleikarinn Haraldur Ægir Guðmundsson ásamt hljómsveit sinni og leikur efni af hljómplötunni Tango for One sem kom út í desember 2023. „Lögin eru öll eftir Harald Ægi og er platan undir…

Á opnunartónleikum Múlans þetta haustið kemur fram bassaleikarinn Haraldur Ægir Guðmundsson ásamt hljómsveit sinni og leikur efni af hljómplötunni Tango for One sem kom út í desember 2023. „Lögin eru öll eftir Harald Ægi og er platan undir sterkum áhrifum frá suðuramerískri tónlist,“ segir í tilkynningu. Ásamt Haraldi koma fram á plötunni og tónleikunum Andrés Þór Gunnlaugsson á gítar og Matthías Hemstock á trommur og á tónleikunum bætist í hópinn Jón Óskar Jónsson sem leikur á slagverk. Tónleikarnir verða á Björtuloftum Hörpu miðvikudaginn 18. september kl. 20. Miðar fást á tix.is.