Kjartan Bragi Kristjánsson, sjónfræðingur og eigandi Optical Studio, hljóp fyrst maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 2009 og nú, 15 árum síðar, var hann fyrstur Íslendinga í mark í flokki 70-79 ára í sama hlaupi, hljóp á 4:24.56 klst
Hlaupari Kjartan kemur í mark í nýliðnu maraþoni.
Hlaupari Kjartan kemur í mark í nýliðnu maraþoni.

Steinþór Guðbjartsson

steinthor@mbl.is

Kjartan Bragi Kristjánsson, sjónfræðingur og eigandi Optical Studio, hljóp fyrst maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu 2009 og nú, 15 árum síðar, var hann fyrstur Íslendinga í mark í flokki 70-79 ára í sama hlaupi, hljóp á 4:24.56 klst. og aðeins Austurríkismaður var á undan honum. „Ég er enn að glíma við maraþonið, þótt ég sé kominn á áttræðisaldur,“ segir hann. „Ég hefði viljað ná betri tíma en maður gefur eftir með aldrinum og ég er þokkalega ánægður með árangurinn. Stefnan er að gera betur á næsta ári.“

Á unglingsárum var Kjartan efnilegur fimleikamaður og kylfingur, en eftir að hann stofnaði fyrirtækið byrjaði hann að hlaupa götuhlaup, þá rúmlega þrítugur. „Ég byrjaði í raun að hlaupa til þess að létta af mér áhyggjum í sambandi við

...