Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Aðsókn að helstu náttúruperlum landsins hefur aukist milli ára þrátt fyrir að margir hafi lýst vonbrigðum með ferðamannasumarið í ár. Þetta sýna tölur sem Ferðamálastofa tók saman fyrir Morgunblaðið og unnar eru úr teljurum víða um land. Tölurnar ná fram í síðustu viku og taka því til helsta ferðamannatímans. Til samanburðar eru tölur um sama tíma tvö ár aftur í tímann.

Mun færri ferðamenn komu hingað til lands í ár en spár gerðu ráð fyrir. Fréttir bárust af afbókunum á gistingu og að ferðamenn stöldruðu nú styttra við en áður var. Framámenn í ferðaþjónustu hafa vakið athygli á því að þetta kunni að þýða að afskekktari svæði geti farið á mis við ferðamannastrauminn enda komist ferðamenn aðeins svo og svo langt frá lendingarstað ef stoppið er stutt. Haldi

...