Staðfest var í gær að átján manns hið minnsta hefðu farist í ríkjum Mið-Evrópu af völdum flóðanna sem stormurinn Boris olli um helgina. Enn rigndi í Tékklandi og Póllandi í gær, en auk þess var óveðursins tekið að gæta af meiri krafti í austurhluta Þýskalands
Austurríki Vatnið nær sums staðar upp á aðra hæð íbúðarhúsa.
Austurríki Vatnið nær sums staðar upp á aðra hæð íbúðarhúsa. — AFP/Roland Schlager

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Staðfest var í gær að átján manns hið minnsta hefðu farist í ríkjum Mið-Evrópu af völdum flóðanna sem stormurinn Boris olli um helgina. Enn rigndi í Tékklandi og Póllandi í gær, en auk þess var óveðursins tekið að gæta af meiri krafti í austurhluta Þýskalands.

Nokkurra er enn saknað eftir helgina, en auk þess hefur mikill fjöldi neyðst til þess að yfirgefa heimili sín vegna flóðanna. Minnst tólf stíflur hafa brostið í Austurríki og þá er rafmagnslaust víða.

Forsætisráðherra Póllands, Donald Tusk, lýsti því yfir í gær að ríkisstjórnin myndi verja einum milljarði pólskra slota, eða sem nemur um 35,6 milljörðum króna, í viðlagasjóð handa þeim sem hefðu orðið illa úti vegna flóðanna. » 13