Pétur Stefánsson kastar fram smellinni limru: Ég er kokkur blíður og bljúgur, við bögusmíð kátur og drjúgur. Í eldhúsi í gær ég eldaði fær ársgömul belju júgur. „Lagðirðu þau ekki síðan í súr?“ spurði Stefán Vilhjálmsson og rifjaðist upp …

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Pétur Stefánsson kastar fram smellinni limru:

Ég er kokkur blíður og bljúgur,

við bögusmíð kátur og drjúgur.

Í eldhúsi í gær

ég eldaði fær

ársgömul belju júgur.

„Lagðirðu þau ekki síðan í súr?“ spurði Stefán Vilhjálmsson og rifjaðist upp hjá honum gömul vísa, ort eftir happadrjúga ferð í sveitina til frænku sinnar:

Frækna ég förina gerði

og finnst nokkuð til um það

að eignast á uppsprengdu verði

ársgamalt sauðatað.

Atli Harðarson heyrði af

...