Fornleifauppgröftur í Seyðisfirði og þeir munir sem hafa fundist þar hafa vakið heimsathygli. Ragnheiður Traustadóttir hefur stýrt uppgreftrinum og rannsóknum á staðnum í fimm ár. Leiða má líkum að því að hópurinn hafi fundið kuml landnámsmannsins Bjólfs sem bjó á bænum Firði. Ragnheiður segir frá bráðabirgðaniðurstöðum og upplýsir um gripi sem ekki hefur verið sagt frá áður.