Stjórnvöld í Rúmeníu, Póllandi, Austurríki og Tékklandi staðfestu í gær að samtals átján manns hið minnsta hefðu farist af völdum flóðanna í Mið-Evrópu sem fylgt hafa storminum Boris. Þá hefur stormurinn einnig valdið miklum usla í Ungverjalandi og…
Austurríki Slökkviliðsmenn í bænum Rust im Tullnerfeld sjást hér sigla fram hjá sokknum bíl til þess að komast leiðar sinnar á flóðasvæðunum.
Austurríki Slökkviliðsmenn í bænum Rust im Tullnerfeld sjást hér sigla fram hjá sokknum bíl til þess að komast leiðar sinnar á flóðasvæðunum. — AFP/Helmut Fohringer

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Stjórnvöld í Rúmeníu, Póllandi, Austurríki og Tékklandi staðfestu í gær að samtals átján manns hið minnsta hefðu farist af völdum flóðanna í Mið-Evrópu sem fylgt hafa storminum Boris. Þá hefur stormurinn einnig valdið miklum usla í Ungverjalandi og Slóvakíu þó að ekki hafi neinn farist þar svo vitað sé.

Í Austurríki var staðfest að fjórir hefðu farist af völdum flóðanna í Neðra-Austurríki, sambandslandinu sem umlykur Vínarborg. Að sögn veðurfræðinga hefur Boris haft í för með sér fimmfalda þá úrkomu sem venjulega mælist í Austurríki í septembermánuði að meðaltali.

Að minnsta kosti tólf stíflur hafa brostið í landinu vegna úrkomunnar, og þá hefur rafmagnsleysi og drykkjarvatnsskortur hrjáð þúsundir heimila í Neðra-Austurríki að sögn

...