Að eiga e-ð til: geta tekið upp á e-u – óheppilegu eða andstyggilegu, bætir Íslensk orðabók við og tilfærir lýsandi dæmi: hesturinn á það til að bíta mann. Til er það, en sjaldsénara, að hafa e-ð til og merkir að vera vís til e-s, segir sama orðabók

Að eiga e-ð til: geta tekið upp á e-u – óheppilegu eða andstyggilegu, bætir Íslensk orðabók við og tilfærir lýsandi dæmi: hesturinn á það til að bíta mann. Til er það, en sjaldsénara, að hafa e-ð til og merkir að vera vís til e-s, segir sama orðabók. „[H]ann hefur það til að þorna alveg í þurrkum,“ segir um læk í Borgarfirði.