Kínverski rafbílaframleiðandinn XPeng hefur farið sístækkandi á síðustu árum, svo eftir hefur verið tekið. Fyrirtækið, sem fagnar nú tíu ára afmæli, hefur á síðustu þremur árum hafið innreið sína á Evrópumarkaðinn og stendur hún nú sem hæst

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Kínverski rafbílaframleiðandinn XPeng hefur farið sístækkandi á síðustu árum, svo eftir hefur verið tekið. Fyrirtækið, sem fagnar nú tíu ára afmæli, hefur á síðustu þremur árum hafið innreið sína á Evrópumarkaðinn og stendur hún nú sem hæst. Segir það sína sögu um framtíðarhorfur XPeng að evrópski bílarisinn Volkswagen ákvað á síðasta ári að fjárfesta í fyrirtækinu fyrir 700 milljónir evra.

XPeng-rafbílarnir eru nú nýkomnir í sölu hér á Fróni, en á meðal þess sem boðið er þar upp á er krúnudjásnið þeirra, XPeng G9-sportjeppinn. Bíllinn er einkar glæsilegur að allri gerð og hönnun, enda kostar hann nýr með öllu 11.490.000 krónur. Verðið er hátt, en þó sambærilegt og samkeppnishæft við bíla frá evrópskum bílaframleiðendum.

Eitt risastökk fyrir

...