Hvítur á leik.
Hvítur á leik.

1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bd3 e5 7. Rde2 Be7 8. 0-0 Be6 9. Rg3 Rc6 10. f4 exf4 11. Bxf4 d5 12. e5 Db6+ 13. Kh1 Rg4

Staðan kom upp á opnu alþjóðlegu skákmóti sem lauk í byrjun ágúst síðastliðins í Porto í Portúgal. Stórmeistarinn Vignir Vatnar Stefánsson (2.500) hafði hvítt gegn spænsku skákkonunni Ines Acebo Prado (2.235). 14. Rxd5! Bxd5 hvítur hefði einnig haft unnið tafl eftir 14. … Rf2+ 15. Hxf2 Dxf2 16. Be3. 15. Dxg4 g5 16. Bxg5 Hg8 17. Be3! Hxg4 18. Bxb6 Hb4 19. Be3 Hxb2 20. a3 0-0-0 21. Bxh7 Rxe5 22. Rf5 Rc6 23. Rxe7+ Rxe7 24. Bg5 Hd7 25. Bd3 Rc6 26. Bf6 Ha2 27. Bf5 og svartur gafst upp. Það er frídagur í dag á ólympíumótinu í Búdapest en keppninni verður fram haldið á morgun. Haustmóti TR fer senn að ljúka. Sjá nánari upplýsingar um þessa skákviðburði og fleiri til á skak.is.