Búist er við að Bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti.
Búist er við að Bandaríski seðlabankinn muni lækka stýrivexti. — AFP/Mandel Ngan

Bandaríski seðlabankinn mun tilkynna í dag um stýrivexti bankans.

Á markaði eru ekki vangaveltur um hvort bankinn lækki vexti heldur einungis hve mikil lækkunin verði. Sífellt fleiri hallast að því að stýrivextir verði lækkaðir um 50 fremur en 25 punkta.

Þetta yrði fyrsta lækkun bankans í fjögur ár.

Allt snýst þetta um væntingar og greiningaraðilar telja mjög ólíklegt að seðlabankinn muni koma markaðnum á óvart. Flestir veðja á 50 punkta lækkun.