Sérfræðingar segja að hér á landi eigi að vera skattalegir hvatar fyrir almenning til að fjárfesta á markaði.
Sérfræðingar segja að hér á landi eigi að vera skattalegir hvatar fyrir almenning til að fjárfesta á markaði. — Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

Sænsk stjórnvöld áforma að auka skattfrelsi á sparnaðarreikningum almennings sem fjárfestir í verðbréfasjóðum, sem aftur fjárfesta í hlutabréfum og skuldabréfum á markaði. Aðgerðum stjórnvalda er ætlað að efla þátttöku á hlutabréfamarkaði og auka sparnað.

Tillögur stjórnvalda miða að því að setja skattleysismörk á fjárhæðir undir 150 þúsund sænskum kr., sem jafngildir 2 milljónum íslenskra kr. og þau hækki í 300 þúsund sænskar kr. eða 4 milljónir árið 2026.

Fullur skattur á Íslandi

Spurður nánar um tillögurnar segir Páll Jóhannesson lögmaður og einn eigenda lögmannsstofunnar BBA-Fjeldco að hér á Íslandi standi almenningi ekkert slíkt til boða.

„Við erum ekki með neitt sambærilegt hér á landi, en við höfum frá árinu 2017 boðið einstaklingum upp á nokkuð þrönga

...