Ásgeir Þór Ásgeirsson
Ásgeir Þór Ásgeirsson

Við sameiningu lögreglustjóraembættanna á höfuðborgarsvæðinu árið 2007 voru lagðar niður litlar hverfisstöðvar í Reykjavík, á Setjarnarnesi og í Garðabæ. Starfsstöðvar voru settar upp í Kópavogi, Hafnarfirði og á tveimur stöðum í Reykjavík. Ekki er gert ráð fyrir löggæslu í nýrri starfsstöð slökkviliðsins á Seltjarnarnesi.

70 færri í lögreglunni en 2007

Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir að eftir þessa sameiningu hafi fækkað um 70 lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er ekki langt frá því að fækkað hafi um þá sem voru í Kópavogi og Hafnarfirði fyrir sameiningu. Það er hægt að færa rök fyrir því að vera með margar litlar stöðvar og líka að vera með færri stærri. En staðan í dag er sú að stöðvarnar í Hafnarfirði, Kópavogi og Vínlandsleið geta ekki orðið minni í mannskap og við stöndum

...