Ólafur Gíslason fæddist 16. nóvember 1936 í Reykjavík. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi 28. ágúst 2024.

Foreldrar hans voru Bjarndís Tómasdóttir húsmóðir, f. 28.10. 1907, d. 22.8. 1998, og Gísli Ólafsson, aðalgjaldkeri Rafmagnsveitu Reykjavíkur, f. 13.3. 1903, d. 10.10. 1983. Ólafur var næstelstur fjögurra systkina. Hin eru Sigríður, f. 1934, d. 2024, gift Páli Sigurjónssyni, d. 2023, Helgi, f. 1940, d. 2023, og Kristín, f. 1945, gift Aðalsteini Hallgrímssyni.

Eiginkona Ólafs er Gerða S. Jónsdóttir, f. 10.9. 1938. Foreldrar hennar voru Jón G.S. Jónsson múrarameistari og Inga Sigríður Gestsdóttir húsmóðir. Börn Ólafs og fyrri eiginkonu hans Messíönu Tómasdóttur eru: 1) Ásdís, f. 30.9. 1961, listfræðingur, gift Richard Galera kennara. Þau eiga eina dóttur, Aniellu Lóu, f. 2011. 2) Gísli, f. 25.6. 1963, læknir, kvæntur

...