Húsgögn og húsbúnaður sem var að finna í Biskupsgarði, embættisbústað biskups Íslands við Bergstaðastræti, verður áfram í eigu kirkjunnar og verður fundinn staður í nýju móttökuhúsnæði biskups sem nú er unnið að því að finna
Gersemi Sófasettið er fagurlega skreytt. Heimastjórnarfálkinn prýðir topp stólbaksins og fangamark ráðherrans Hannesar Hafstein er við mjóbak.
Gersemi Sófasettið er fagurlega skreytt. Heimastjórnarfálkinn prýðir topp stólbaksins og fangamark ráðherrans Hannesar Hafstein er við mjóbak.

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Húsgögn og húsbúnaður sem var að finna í Biskupsgarði, embættisbústað biskups Íslands við Bergstaðastræti, verður áfram í eigu kirkjunnar og verður fundinn staður í nýju móttökuhúsnæði biskups sem nú er unnið að því að finna. Þetta upplýsir Birgir Gunnarsson, framkvæmdastjóri rekstrarstofu þjóðkirkjunnar, í samtali við Morgunblaðið. Sem kunnugt er var Biskupsgarður seldur á dögunum en nýr biskup, Guðrún Karls Helgudóttir, hyggst búa í eigin húsi í

...