Tíu Íslendingar eru nú staddir á meginlandi Evrópu og fara um á bifhjólum. Ef til vill væri slíkt ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ökuþórarnir ætla að ferðast í tæpan mánuð til styrktar góðu málefni
Stemning Ferðalangarnir tíu í miklu stuði eftir að lagt var af stað frá Danmörku.
Stemning Ferðalangarnir tíu í miklu stuði eftir að lagt var af stað frá Danmörku.

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Tíu Íslendingar eru nú staddir á meginlandi Evrópu og fara um á bifhjólum. Ef til vill væri slíkt ekki í frásögur færandi nema fyrir þær sakir að ökuþórarnir ætla að ferðast í tæpan mánuð til styrktar góðu málefni. „Við þræðum vesturströnd Evrópu, alveg niður fyrir Gíbraltar og til Spánar þar sem við stoppum. Við hjólum um það bil 300-350 kílómetra á dag. Við finnum gistingu á hverjum áfangastað og ekkert hefur verið ákveðið fyrir fram í þeim efnum. Það hefur bara gengið vel hingað til,“ segir Arnbjörn Arason þegar Morgunblaðið tekur púlsinn á honum. Hópurinn var þá staddur í Belgíu en áætlað er að ljúka ferðinni 6. október og alls tekur hún 28 daga.

Ferðalangarnir eiga það sameiginlegt að vera í frímúrarareglunni á Íslandi en í hópnum eru sex karlar og fjórar

...