Listakona Magdalena Margrét.
Listakona Magdalena Margrét.

Yfirlitssýningu Magdalenu Margrétar Kjartansdóttur á Hlöðuloftinu lýkur sunnudaginn 22. september. „Á yfirlitssýningunni má sjá grafíkverk sköpuð frá árinu 1982 til dagsins í dag. Verkin eru ýmist unnin í tré eða dúkristur, handprentuð á japanskan pappír. Innihaldið ofið úr hversdagslífi og persónulegum minningum,“ segir í tilkynningu.

„Miðpunktur í verkum Magdalenu er konur sem hún þekkir. Þær sýna atburði líðandi stundar sem og liðinna tíma. Líflegt andrúmsloft í vinnustofu Magdalenu er einnig fangað, það myndgerir orku og skapar tilfinningu fyrir tengingu, en í því verða konurnar í verkunum ljóslifandi. Þannig gerir Magdalena konunum sem hún túlkar kleift að vera séðar og heyrðar. Magdalena lauk námi frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands í grafíkdeild árið 1984 og hefur starfað að myndlist síðan. Magdalena hefur haldið fjölda einkasýninga og samsýninga í nær öllum listasöfnum

...