Hárgreiðslumaðurinn Sigmundur Sigurðsson, Simbi eins og hann er kallaður, rekur hárgreiðslustofuna Beautybar. Þessi 63 ára gamli tískukóngur elskar allt sem glitrar og er á því að það sé aldrei hægt að skreyta sig of mikið
Blásturskóngur Simbi notar hárblásara frá HH Simonsen til þess að ná góðri lyftingu og áferð.
Blásturskóngur Simbi notar hárblásara frá HH Simonsen til þess að ná góðri lyftingu og áferð. — Morgunblaðið/Eyþór

Marta María Winkel Jónasdóttir

mm@mbl.is

Hárgreiðslumaðurinn Sigmundur Sigurðsson, Simbi eins og hann er kallaður, rekur hárgreiðslustofuna Beautybar. Þessi 63 ára gamli tískukóngur elskar allt sem glitrar og er á því að það sé aldrei hægt að skreyta sig of mikið. Spurður um hártískuna í dag nefnir hann Farrah Fawcett-áhrifin en leikkonan heitna státaði af því allra flottasta hári sem fyrirfannst á sínum tíma.

„Það er nákvæmlega þetta; toppur, stystur í miðju og aflíðandi út í hliðarnar. Svona erótískar og léttar styttur. Svolítið út á við. Það er þetta Farrah Fawcett-útlit,“ segir Simbi sem hefur margoft séð þennan tískustraum áður. Til þess að ná fram rétta útlitinu þarf hárblásara eða rúllur. En hvað um Dyson-hárgræjuna. Gengur hún?

„Ég hef aldrei

...