Gyrðir Elíasson rithöfundur reið á vaðið með miklum bravúr þegar hann sýndi myndir sínar í vor. Þegar ég bættist við þá lagðist þetta upp eins og það vildi verða, ákveðið fyrirbæri. Sýningin mín er sú fyrsta í sýningaröð um rithöfunda og skáld sem…
Sýningaropnun Þórunn í Lederhosen, með Hólmfríði Matthíasdóttur.
Sýningaropnun Þórunn í Lederhosen, með Hólmfríði Matthíasdóttur. — Ljósmynd/Einar Þór Jónsson

Kristín Heiða Kristinsdóttir

khk@mbl.is

Gyrðir Elíasson rithöfundur reið á vaðið með miklum bravúr þegar hann sýndi myndir sínar í vor. Þegar ég bættist við þá lagðist þetta upp eins og það vildi verða, ákveðið fyrirbæri. Sýningin mín er sú fyrsta í sýningaröð um rithöfunda og skáld sem leggja stund á myndlist,“ segir Þórunn Valdimarsdóttir, rithöfundur, skáld og sagnfræðingur, um myndlistarsýningu sína Tóta teiknar, sem nú stendur yfir í Glerhúsinu við Vesturgötu í Reykjavík.

„Guðbergur Bergsson sagði fyrir margt löngu að ef fólk væri næmt í einni list og sýndi áhuga, þá væri það fólk oft með getu á öðrum sviðum lista. Þegar myndirnar mínar eru komnar upp á sýningu þá er gaman fyrir mig að sjá sjálfa mig svona, sérstaklega þegar einhver kallaði mig myndlistarmann. Ég gapti,

...