Keflavík vann sannfærandi útisigur, 4:1, í fyrri leik sínum við ÍR í umspili 1. deildar karla í fótbolta í Mjóddinni í gær. Er Keflavík því komin með annan fótinn í hreinan úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni
<em></em>Sigur Keflvíkingar fagna einu fjögurra marka sinna í Breiðholti í gær.
Sigur Keflvíkingar fagna einu fjögurra marka sinna í Breiðholti í gær. — Morgunblaðið/Eyþór

Jóhann Ingi Hafþórsson

johanningi@mbl.is

Keflavík vann sannfærandi útisigur, 4:1, í fyrri leik sínum við ÍR í umspili 1. deildar karla í fótbolta í Mjóddinni í gær. Er Keflavík því komin með annan fótinn í hreinan úrslitaleik á Laugardalsvelli um sæti í Bestu deildinni.

Keflavík byrjaði með látum því Kári Sigfússon skoraði fyrsta mark leiksins á 11. mínútu með hnitmiðuðu skoti utan teigs. Keflavík bætti við öðru markinu á 24. mínútu er fyrirliðinn Marc McAusland varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark.

Króatinn Mihael Mladen bætti við þriðja markinu á 27. mínútu eftir slæm varnarmistök ÍR-inga. Hákon Dagur Matthíasson lagaði stöðuna fyrir ÍR á 44. mínútu og var staðan í hálfleik 3:1.

...