Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby í byrjun mánaðarins eftir mjög erfiða tíma í Þýskalandi en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Danmörku
Danmörk Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við Bröndby á dögunum eftir erfiða tíma.
Danmörk Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við Bröndby á dögunum eftir erfiða tíma. — Ljósmynd/Bröndby

Danmörk

Bjarni Helgason

bjarnih@mbl.is

Knattspyrnukonan Ingibjörg Sigurðardóttir gekk til liðs við danska úrvalsdeildarfélagið Bröndby í byrjun mánaðarins eftir mjög erfiða tíma í Þýskalandi en hún skrifaði undir tveggja ára samning í Danmörku.

Ingibjörg, sem er 26 ára gömul, lék með Duisburg í þýsku 1. deildinni seinni hluta síðasta tímabils en liðið hafnaði í neðsta sæti deildarinnar með einungis 4 stig og féll í B-deildina.

Miðvörðurinn var nýorðin tvítug þegar hún hélt út í atvinnumennsku og samdi við Djurgården í Svíþjóð í desember árið 2017. Hún lék með Djurgården í tvö tímabil áður en hún gekk til liðs við Vålerenga í Noregi þar sem hún varð tvívegis Noregsmeistari og tvívegis bikarmeistari, á árunum 2020 til ársins

...