„Hugmyndin að goslokahátíðinni kom upp fyrir um það bil ári, þegar við áttuðum okkur á því að brátt yrðu 40 ár síðan Kröflueldum lauk,“ segir Hildur Vésteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun í Kröflu og einn skipuleggjenda…
Kröflueldar Mikil þekking skapaðist í Kröflueldum, sem menn búa að í dag, þó tækninni hafi fleygt fram síðustu ár.
Kröflueldar Mikil þekking skapaðist í Kröflueldum, sem menn búa að í dag, þó tækninni hafi fleygt fram síðustu ár. — Ljósmynd/Landsvirkjun

Sviðsljós

Dóra Ósk Halldórsdóttir

doraosk@mbl.is

„Hugmyndin að goslokahátíðinni kom upp fyrir um það bil ári, þegar við áttuðum okkur á því að brátt yrðu 40 ár síðan Kröflueldum lauk,“ segir Hildur Vésteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Landsvirkjun í Kröflu og einn skipuleggjenda Goslokahátíðar Kröflu, sem hefst í dag og stendur yfir í Mývatnssveit út helgina.

„Það fæddist eitthvert fræ og við vildum fagna þessum tímamótum hérna í sveitinni. Við fengum Stefaníu Eiri Vigfúsdóttur og Gasa Kenny til að gera heimildarmyndina Krafturinn í Kröflu með aðkomu fulltrúa Landsvirkjunar, sem verður einmitt sýnd hér á laugardaginn,“ segir Hildur en myndin fjallar um Kröflueldana og áhrif þeirra á samfélagið.

Fjölbreytt

...