KA og Víkingur, sem mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla á Laugardalsvellinum á laugardaginn, fá frí til miðvikudags til að hefja lokasprettinn í Bestu deild karla. Fyrsta umferðin af þeim fimm sem bætast við hefðbundna keppni í deildinni…
Spenna Víkingur og KA mætast í bikarúrslitaleik á laugardaginn.
Spenna Víkingur og KA mætast í bikarúrslitaleik á laugardaginn. — Morgunblaðið/Óttar Geirsson

KA og Víkingur, sem mætast í úrslitaleiknum í bikarkeppni karla á Laugardalsvellinum á laugardaginn, fá frí til miðvikudags til að hefja lokasprettinn í Bestu deild karla.

Fyrsta umferðin af þeim fimm sem bætast við hefðbundna keppni í deildinni verður leikin á sunnudag og mánudag, nema hvað KA mætir HK í neðri hlutanum á Akureyri á miðvikudaginn, 25. september, og þá um kvöldið leika Víkingur og FH í efri hlutanum.

KR og Vestri hefja keppnina í neðri hlutanum á Meistaravöllum á sunnudaginn og um kvöldið mætast Fram og Fylkir í Úlfarsárdal. Fram og KA eru þar með 27 stig hvort og mikið þarf að ganga á til að þau dragist niður í fallbaráttu. Hún stendur á milli KR sem er með 21 stig, HK með 20, Vestra með 18 og Fylkis sem er með 17 stig.

...