„Þegar ég var starfandi leikskáld Borgarleikhússins langaði mig að gera eitthvert stórt verk. Ég fór því að leita mér að innblæstri og fyrsta hugmyndin sem kom til mín var verk í þremur hlutum með tveimur hléum
Eftirsjá Verkið tekur meðal annars á því hvað maður hefði viljað gera með ástvinum sínum áður en þeir féllu frá.
Eftirsjá Verkið tekur meðal annars á því hvað maður hefði viljað gera með ástvinum sínum áður en þeir féllu frá. — Ljósmynd/Grímur Bjarnason

Anna Rún Frímannsdóttir

annarun@mbl.is

„Þegar ég var starfandi leikskáld Borgarleikhússins langaði mig að gera eitthvert stórt verk. Ég fór því að leita mér að innblæstri og fyrsta hugmyndin sem kom til mín var verk í þremur hlutum með tveimur hléum. Ég hóf því að skrifa sögu sem spannaði heila ævi en fannst það sem ég var að skrifa um svo ótrúlega realískt og leiðinlegt,“ segir Birnir Jón Sigurðsson, höfundur Sýslumanns Dauðans sem frumsýndur verður á Nýja sviði Borgarleikhússins á laugardaginn, hinn 21. september. Um er að ræða nýjan súrrealískan drama-gamanleik um Ævar Birkisson sem missir föður sinn og fær í kjölfarið tilboð á Útfararstofu Orfeusar sem hann getur ekki hafnað.

„Handritið átti að vera um dauðann, fæðinguna og lífið. Ein senan gerðist á útfararstofu

...