Kántrítónlistarsamtökin, CMA (Country Music Association), eiga varnarþing í Nashville, Tennessee, og einslags miðaldastemning ríkir þar í borg.
Kuldi Beyoncé og Dixie Chicks var tekið fálega árið 2016 á CMA-verðlaunahátíðinni.
Kuldi Beyoncé og Dixie Chicks var tekið fálega árið 2016 á CMA-verðlaunahátíðinni. — AFP

Tónlist

Arnar Eggert Thoroddsen

arnareggert@arnareggert.is

Líkast til hefur enginn einn listamaður gert jafn mikið fyrir útbreiðslu kántrísins undanfarin ár og Beyoncé. Plata hennar, Cowboy Carter, sem kom út síðasta apríl, sló í gegn og þá sérstaklega lagið „Texas Hold ’Em“. Það fór beint á topp þess Billboard-lista sem hefur að gera með „heit“ kántrílög og varð Beyoncé þar með fyrsta svarta konan í sögunni til að eiga topplag í kántrígeiranum.

Þrátt fyrir þetta fékk hún ekki eina einustu tilnefningu þegar tilnefningar til bandarísku kántríverðlaunanna (sem verða veitt 20. nóvember næstkomandi) voru kynntar fyrir helgi. Tilnefningar röðuðust hins vegar á hvíta listamenn eins og Luke Combs, Chris Stapleton, Lainey Wilson, Megan Moroney

...