Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt keppnistímabil karlamegin. FH og Valur leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að við fáum að sjá sterk erlend lið spila á Íslandi

Haraldur Hróðmarsson

haraldurarni@mbl.is

Úrvalsdeildin í handbolta er hafin og mér sýnist stefna í afar skemmtilegt keppnistímabil karlamegin.

FH og Valur leika í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem þýðir að við fáum að sjá sterk erlend lið spila á Íslandi.

Stemningin í kringum Evrópuævintýri Vals undanfarin tvö tímabil og umgjörðin sem tókst að skapa á Hlíðarenda var stórskemmtileg og árangur liðsins ekkert minna en stórkostlegur.

Íslandsmeistarar FH virka ógnarsterkir og vonandi geta þeir gert góða hluti í Evrópu en tap þeirra gegn HK um daginn bendir til þess að deildin hér heima sé að styrkjast og breiddin að aukast.

Haukar virðast ætla að blanda sér í toppbaráttuna

...