Hlaup Tegla Loroupe frá Keníu, heimsþekktur langhlaupari, mun taka þátt í samstöðuhlaupunum.
Hlaup Tegla Loroupe frá Keníu, heimsþekktur langhlaupari, mun taka þátt í samstöðuhlaupunum. — Ljósmynd/George Herringshaw

Dagana 25. nóvember til 10. desember fer fram sextán daga vitundarvakning á heimsvísu undir heitinu Alþjóðlegir baráttudagar gegn kynbundnu ofbeldi. Frá 2. október til 5. janúar 2025 fer einnig fram Heimsfriðarganga með friði og andofbeldi í þriðja skiptið.

Ferðaskrifstofan Múltí Kúltí tekur þátt í þessum viðburðum með því að standa fyrir hlaupi gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi hinn 10. desember og dagana 23. nóvember til 6. desember verður boðið upp á ferð þar sem taka má þátt í hlaupum á þremur stöðum í Keníu og Tansaníu.

Fyrsta hlaupið verður í Nairobi í Keníu 26. nóvember, annað hlaupið í Kisumu í Keníu 28. nóvember, þriðja hlaupið í Mwanza í Tansaníu 30. nóvember og fjórða hlaupið verður í Laugardalnum 10. desember nk.

Hlaupin eru 5

...