Þjóðminjasafn Íslands Brot úr framtíð ★★★★· Þorgerður Ólafsdóttir sýnir. Sýningin, sem er í Bogasal, stendur til 10. nóvember og er opin alla daga kl. 10-17.
Yfirlit sýningar Á gólfi, „Fabúla“, endurunnið nælon (2024); sýningarskápar, „Safn og mannaldarminjar“, rekaefni og plastiglomorate (2015-2024); til vinstri, „Og tíminn stóð í stað þar til hann hvarf“, prentað pólýester (2024); á bakvegg, „ca. 1950“, ljósmyndaprent (2024); t.v., „Eins og landslag“, ljósmyndasería (2021-2023) og „Hillur“, blönduð tækni.
Yfirlit sýningar Á gólfi, „Fabúla“, endurunnið nælon (2024); sýningarskápar, „Safn og mannaldarminjar“, rekaefni og plastiglomorate (2015-2024); til vinstri, „Og tíminn stóð í stað þar til hann hvarf“, prentað pólýester (2024); á bakvegg, „ca. 1950“, ljósmyndaprent (2024); t.v., „Eins og landslag“, ljósmyndasería (2021-2023) og „Hillur“, blönduð tækni. — Ljósmyndir/Hlynur Helgason

Myndlist

Hlynur

Helgason

Þorgerður Ólafsdóttir sýnir nú innsetninguna, Brot úr framtíð, í Bogasal Þjóðminjasafnsins. Sýningin er rýmisinnsetning sem nýtir fjölbreytta þætti til að búa til listræna framtíðarsýn. Hún byggir að gerð sinni á samsvörun við hefðbundna framsetningu safnsins á sögulegum fornminjum en efniviður sýningarinnar er hlutir úr samtímanum sem tengjast náttúrunni að meira eða minna leyti órofa böndum. Þannig er forsenda sýningarinnar sú að það sem hún birtir okkur veiti okkur innsýn í ókomna framtíð þar sem slóðir mannsins hafa runnið saman við það sem nú mætti kalla „náttúru“.

Þegar inn í sýninguna er gengið blasir við fjölbreytt sýn. Á gólfinu er þykkt sérhannað teppi þar sem myndir af stækkuðum og litskrúðugum plasthlutum eru lagðar ofan á rúðustrikamynstur. Teppið markar

...