Sibyl Urbancic, dóttir Melittu og Victors Urbancic, sem býr í Vínarborg, er stödd hér á landi í tilefni af útkomu bókarinnar Tónar útlaganna – Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir Árna Heimi Ingólfsson
Sibyl Urbancic
Sibyl Urbancic

Sibyl Urbancic, dóttir Melittu og Victors Urbancic, sem býr í Vínarborg, er stödd hér á landi í tilefni af útkomu bókarinnar Tónar útlaganna – Þrír landflótta tónlistarmenn sem mótuðu íslenskt menningarlíf eftir Árna Heimi Ingólfsson. Í bókinni er fjallað um tónlistar­mennina Róbert Abraham, Heinz Edelstein og Victor Urbancic, sem flúðu nasismann til Íslands á fjórða áratug síðustu aldar. Sibyl situr fyrir svörum í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins laugardaginn 21. september kl. 14. Þar segir hún frá „lífi og starfi foreldra sinna, hinu stórmerka framlagi Victors til tónlistar á Íslandi, og fjallar um þann lærdóm sem draga má af fjölskyldusögu hennar í nútímanum“, segir í viðburðarkynningu. Einnig mun Árni Heimir segja stuttlega frá bókinni Tónum útlaganna og þeirri rannsóknavinnu sem þar liggur að baki. Aðgangur er ókeypis.