Hörður Agnarsson fæddist í Reykjavík 14. ágúst 1969. Hann lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi 9. september 2024.

Foreldrar hans eru Guðrún Anna Antonsdóttir, fyrr­verandi banka­starfsmaður í Reykjavík, f. 21.12. 1948, og Agnar Þór Hjartar, fyrrverandi verslunarmaður í Reykjavík, f. 9.7. 1947, d. 28.11. 2009.

Bróðir Harðar er Haukur, mannfræðingur og viðskiptafræðingur, f. 21.6. 1977, kvæntur Kolbrúnu Benediktsdóttur saksóknara, f. 19.5. 1978. Börn þeirra eru: a) Rósa, f. 12.1. 2006, d. 12.1. 2006, b) Sigurrós, f. 29.5. 2007 og c) Vilhjálmur, f. 25.5. 2009.

Hörður ólst upp í Laugarnesi, norðurbæ Hafnarfjarðar og í Hvassaleitinu í Reykjavík. Hann gekk í Hvassaleitisskóla og lauk sveinsprófi í rafvirkjun frá Iðnskólanum í Reykjavík. Hörður starfaði sem rafvirki allan sinn starfsferil, nú

...