Anna Olsen Pálsdóttir fæddist á Siglufirði 5. janúar 1949 og ólst þar upp. Hún lést 9. september 2024 umvafin ást sinna nánustu á líknardeild Landspítalans.

Foreldrar hennar voru Páll Ágúst Jónsson frá Kambi í Deildardal í Skagafirði, f. 9. september 1921, d. 13. febrúar 1995, og Una Sigríður Ásmundsdóttir frá Teigagerðisklöpp við Reyðarfjörð, f. 16. júní 1927, d. 4. apríl 2008.

Anna var ein af níu systkinum. Eftirlifandi systkini hennar eru Ásmundur, Pálína, Hólmfríður og Haraldur en fjögur systkina hennar eru látin, þau Jón Hólm, d. 2016, Róbert, d. 2017, Jóhanna Sigríður, d. 2017, og Birgitta, d. 2014.

Anna eignaðist fjögur börn, þau Guðnýju Þóreyju Stefnisdóttur, f. 30. maí 1966, Díönu Ósk Óskarsdóttur, f. 20. nóvember 1970, Barböru Hafeyju Þórðardóttur, f. 8. mars 1973, og Árna Pál

...