Afmælisbarnið Sigurgeir náði eitt sinni meti í lundaveiði.
Afmælisbarnið Sigurgeir náði eitt sinni meti í lundaveiði.

Sigurgeir Jónasson fæddist 19. september 1934 í Vestmannaeyjum. Hann bjó fyrstu tvö æviárin að Hásteinsvegi 28 en átti lengst af heima í Hlaðbæ austur á eyju nálægt tjörninni Vilpu.

„Þar undi ég mér vel í „sveitinni“ við leik og störf, mest í frjálsum íþróttum þeirra tíma. Fjölskyldan flytur í Skuld á Vestmannabraut 40, en það er búið að rífa það hús, þegar afi Sigurður deyr. Húsið var tvískipt og 11 börn í hvorum enda. Þar voru tvær íbúðir í austurendanum þar sem við bjuggum og amma var með séríbúð.“

Sigurgeir var tvö sumur í sveit að Hellum í Flóa þegar hann var 11 og 12 ára. „Mér hundleiddist þar því á þeim tíma var ég búinn að kynnast úteyjarlífinu og fuglaveiðum ásamt íþróttum. Ég gat lítið stundað fótbolta því lundaveiði átti hug minn allan en ég stundaði frjálsar íþróttir þegar ég var til staðar.

...