Twente Amanda Andradóttir er á leið í riðlakeppnina í vetur.
Twente Amanda Andradóttir er á leið í riðlakeppnina í vetur. — Morgunblaðið/Eggert

Amanda Andradóttir, landsliðskona í knattspyrnu, skoraði fyrir hollensku meistarana Twente í öruggum útisigri á Osijek í Króatíu, 4:1, í 2. umferð Meistaradeildarinnar í gær. Amanda kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og skoraði fjórða mark Twente sex mínútum síðar. Sæti í riðlakeppninni blasir því við Twente sem vann Val örugglega, 5:0, í úrslitaleik riðils liðanna í fyrstu umferð keppninnar. Liðin mætast aftur í Hollandi í næstu viku.