Knattspyrnumaðurinn Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, verður frá keppni í lengri tíma en í fyrstu var haldið en hann meiddist í leik Noregs og Austurríkis í Þjóðadeildinni í fótbolta í síðustu viku. Í fyrstu var talið að sá norski yrði frá keppni í þrjár vikur, en ljóst er að miðjumaðurinn verður lengur að jafna sig á meiðslunum. Mikel Arteta, stjóri Arsenal, greindi frá því á blaðamannafundi í vikunni að Norðmaðurinn yrði frá í dágóðan tíma.

Afturelding er meistari meistaranna í karlaflokki í blaki eftir sigur á Hamri, 3:2, í miklum spennuleik í meistarakeppni BLÍ í Hveragerði á miðvikudaginn. Jakub Grzegolec skoraði 15 stig fyrri Aftureldingu en Tomek Leik var stigahæstur hjá Hamri með 24 stig.

Sir Jim Ratcliffe, einn af eigendum enska knattspyrnufélagsins Manchester

...