Málið er í rannsókn lögreglu.
Málið er í rannsókn lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til vegfarenda sem óku Krýsuvíkurveg, á milli Vallahverfis í Hafnarfirði og Vigdísarvallavegar, sunnudaginn 15. september sl. að kanna myndefni sem bílamyndavélar kunna að geyma. Er þetta liður í rannsókn lögreglu á andláti tíu ára stúlku.

Tímasetningin sem lögreglan nefnir er á milli klukkan 13 og 18 þennan dag. Þeir sem kunna að hafa náð einhverju myndefni frá umræddum vegarkafla á áðurnefndum tíma eru beðnir um að senda upplýsingar um efnið á netfangið abending@lrh.is og gefa þar upp bæði nafn og símanúmer. Mun lögregla í kjölfarið hafa samband við viðkomandi.

Stúlkan sem lést hét Kolfinna Eldey Sigurðardóttir.