Munur á inn- og útlánsvöxtum heimila og fyrirtækja hjá íslenskum bönkum var einn sá minnsti í Evrópu á síðasta ári. Þetta má lesa úr nýrri skýrslu Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) en úrtakið í skýrslunni náði yfir 22 Evrópuþjóðir

Magdalena Anna Torfadóttir

magdalena@mbl.is

Munur á inn- og útlánsvöxtum heimila og fyrirtækja hjá íslenskum bönkum var einn sá minnsti í Evrópu á síðasta ári.

Þetta má lesa úr nýrri skýrslu Evrópska bankaeftirlitsins (EBA) en úrtakið í skýrslunni náði yfir 22 Evrópuþjóðir. Vaxtamunurinn var 2,2% hér á landi og einungis minni í Frakklandi og Þýskalandi en lönd eins og Noregur og Svíþjóð voru ein með meiri vaxtamun.

Í skýrslu EBA kemur fram að almennt hafi vaxtamunur aukist í Evrópu þar sem vextir á lánum hafi hækkað hraðar en vextir á innlánum. Vaxtamunurinn jókst milli ára í 18 af 22 löndum í úrtakinu, þar með talið Noregi og Svíþjóð. Vaxtamunurinn jókst að meðaltali í Evrópusambandinu úr 2,1% í 2,6% á milli áranna 2021 og 2023 og mest í Lettlandi, eða um 3,3 prósentustig.

...