Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson

Það er ástæða fyrir því að farartæki hafa framrúðu, afturrúðu og baksýnisspegil. Það er ætlast til þess að þeir sem sitja við stýrið hverju sinni nýti útsýnið bæði fram og aftur við aksturinn. Annars er hætt við að illa fari.

Þetta eru auðvitað engin geimvísindi. Það eru heldur engin ný sannindi að þessi ágætu vinnubrögð megi heimfæra á alls konar stjórnun. Til dæmis stjórn á þjóðarskútunni. Að þar fari vel á því að horfa til framtíðar en temja sér jafnframt að læra af reynslunni.

Í þessu tilliti hefur verið stórmerkilegt að fylgjast með vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar í efnahagsmálum. Þar sem gert er grín að þeim sem vilja horfa til framtíðar á sama tíma og þeir eru skammaðir sem vilja horfa í baksýnisspegilinn. Ákall um að fólk læri af reynslunni og komi þannig í veg fyrir endurtekin hagstjórnarmistök heitir í slangurorðabók ríkisstjórnarinnar að vera

...

Höfundur: Hanna Katrín Friðriksson