Framan af samdi Bruckner einkum kirkjuverk en nánast ekkert fyrir orgel, þrátt fyrir að vera í hópi fremstu orgelleikara í heimalandi sínu.
Minnimáttarkennd Tónskáldið Anton Bruckner þjáðist allar götur af stórkostlegri minnimáttarkennd. Samtíðarmenn lýstu honum sem einföldum sveitamanni. Hér er hann á málverki eftir Ferry Beraton frá árinu 1889.
Minnimáttarkennd Tónskáldið Anton Bruckner þjáðist allar götur af stórkostlegri minnimáttarkennd. Samtíðarmenn lýstu honum sem einföldum sveitamanni. Hér er hann á málverki eftir Ferry Beraton frá árinu 1889. — Ljósmynd/Birgit og Peter Kainz fyrir Wien Museum

Af tónlist

Magnús Lyngdal

Magnússon

Hinn 4. september síðastliðinn voru liðin 200 ár frá fæðingu austurríska tónskáldsins Antons Bruckner (1824-1896). Hann var trúfastur kaþólikki og nam í grennd við klaustur heilags Floríans. Þar átti hann síðar eftir að starfa sem bæði kórstjóri og organisti og nema tónsmíðar samhliða námi í orgelleik. Síðar var hann skipaður prófessor í hljómfræði við tónlistarháskólann í Vínarborg. Þar var almennt litið niður á Bruckner, hann þótti einfeldningslegur og fötin pössuðu líka illa. Hann kenndi til að mynda aldrei tónsmíðar í Vín. Bruckner dáði Wagner og leit svo upp til þýska meistarans að hann fór á hnén og kyssti höndina á Wagner eftir frumsýninguna á Tristan und Isolde (1965) í München (Bruckner tileinkaði Wagner þriðju sinfóníu sína).

...